Orð um ný ljóð og sögur, íslenskar og erlendar fyrir unga og eldri

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Svikaskáld stóðu fyrir ljóðakvöldi í Gröndalshúsi 20. febrúar 2019. Í þættinum heyrast eftirfarandi skáld flytja ljóð sína, Þórdís Helgadóttir, Ingólfur Eiríksson, Fríða Þorkelsdóttir og Björk Þorgrímsdóttir. Einnig litið inn á útgáfufögnuð 4. heftis Ós the journal, sem er fjöltyngt bókmenntatímarit. Í þættinum mátti heyra í eftirfarandi skáldum sem eiga efni í ritinu flytja ljóð sín Jo van Schalwyk, Hannah Corinne, Sofie Hermansen Eriksdatter,Clair Paugam, Ægir Þór Jahne og Juan Camilo Román Estrada.Randi Stebbins flutti stutta tölu og Lara Wihelmine Hoffman kynnti. Þá er í þættinum rætt við Önnu Ingólfsdótturá síðasta ári sendi frá sér bókina Þögn ljóð og sögur. að lokum flytur halla Þórlaug Óskarsdóttir bókmenntagagnrýni og fjallar um skáldsöguna Bölvun Múmíunnar eftir Ármann Jakobsson.