Orð um menningarfulltrúa, biðstofu dauðans og æskuslóðir

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Þann 3. Nóvember síðastliðinn var blásið til veislu í Gunnarshúsi í tilefni útgáfu bókarinnar Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu eftir Hauk Ingvarsson en í því stóra verki er fjallað um landnám módernismans í íslenskum bókmenntum og bandarísku bylgjuna sem reið yfir bókmenntaheiminn á fjórða áratug 20. Aldar. Þessi fyrirbæri eru skoðuð í gegnum eina stóra aðalpersónu. Menningarfulltrúan sjálfan bandaríska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafan William Faulkner. Jórunn Sigurðardóttir fór í útgáfufögnuðinn með hljóðnema, við leggjum við hlustir á það sem þar fór fram í þætti dagsins. Skriða bókaútgáfa hélt í nóvember sérstakan Haustfögnuð í tilefni útgáfu þriggja bóka. Það eru Hús og híbýli á Hvammstanga: Húsaskrá 1898-1972 eftir Þórð Skúlason, skáldsagan Efndir eftir Þórhildi Ólafsdóttur og nóvellan Snyrtistofan eftir Mario Bellatin í þýðingu Birtu Ósmann Þórhallsdóttur. Í þætti dagsins heyrum við lestra úr bókunum í fögnuðinum í Gröndalshúsi og tökum Þórhildi og Birtu tali um Efndir og Snyrtistofuna. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir