Orð um Meðgönguljóð

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er fjallað um ljóðabókaseríun Meðgönguljóð. 2. maí 2019 kom út bókin Meðgönuljóð Úrval 2012 - 2018 sem hefur að geyma sýnishorn úr öllum þrjátíu og þremur ljóðabókunum sem út komu í seríunni. Í þættinum Orð um bækur hefur verið fylgst grannt með þessari útgáfu og þátturinn helgaður þessari tæplega sjö ára sögu. Gamlar upptökur ljóða og viðtala eru leikin í þættinum. M.a. úr Sídegisútvarpi rásar 2 árið 2012 viðtal hallgríms Thorsteinssonar og Lindu Blöndal við Valgerði Þóroddsdóttur og Kára Tuliníus. Einnig viðtöl úr þættinum Víðsjá um ljóðabíó sem og úr allmörgum þáttum Orða um bækur. Þá voru í þættinum leiknar upptökur sem gerðar voru í Listasafni Einars Jónssonar á 2/5 2019 þegar endahnút Meðgönguljóða var fagnað. Þar heyrist í Brynhildi Þórarinsdóttur, Kára Tuleníus Tryggva Steini Sturlusyni sem einnig les ljóð eftir sig. Þá heyrast Valgerður Þóroddsdóttir, Kári Túleníus, Arngunnur Árnadóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir lesa ljóð. Kynnir dagskrárinnar er Kristínu Svövu Tómasdóttur. Þættinum lýkur á samtali við þær Valgerði og Kristínu Svövu um það t.d. hvort meðgönguljóð hafi verið róttækt fyrirbæri en einnig um söguna og framtíð bókaútgáfunnar Partusar sem síðustu árin hélt utan um útgáfu Meðgönguljóða. Þrjátíu og tvö skáld sendu frá sér jóð sem Meðgönguljóð og fyrir flest þeirra var það fyrsta skrefið upp úr skúffunni í átt til lesenda.