Orð um loftslagsbókmenntir

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er að þessu sinni sagt frá tveimur skáldsögum norska rithöfundarins Maju Lunde einkum þó Sögu býflugnanna en einnig örlítið rætt um Blá en báðar þessar bækur eru hluti af loftslagsfjórleik höfundarins og hefur Ingunn Ásdísardóttir þýtt þær báðar yfir á íslensku. Þá er í þættinum rætt við Ragnheiði Birgisdóttur sem á síðasta ári skirfaði BA ritgerð í bók menntafræði um loftslagsbreytingabókmenntir. Einnig er sagt frá grein Guðna Elísssonar Ljóðið á tímum loftslagsbreytinga sem birtist í 1. hefti tímarits Hugvísindastofnunar árið 2016 sem fjallaði um loftslagsbreytingar á breiðum fræðilegum grunni. Lesarar í þættinum eru Gunnar Hansson og Fanney Benónýsdóttir