Orð um lljóð og sögur, heima og heiman og nóbelsskáld, lífs og liðin

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Reyni Eggertsson sendikennara í íslensku við Háskólann í Helsinki um hreysti - og lestrarátak íslenskrar sendikennara erlendis og Gljúfrasteins í tilefni 120 fæðingarafmælis Halldórs Laxness 23. apríl næstkomandi. Átakið felst í áskorun um að hlaupa, ganga eða stunda einhvers konar líkamsrækt og tengja við töluna 120 en einnig að lesa og/eða hlusta á eins mikið af verkum Nóbelsskáldsins. Átakið hefst á dánardegi skáldsinsi 8. febrúar og stendur til fæðingardags hans 23. apríl næstkomandi. Þá segir Tómas Ævar Ólafsson frá nýjasta handhafa Bókmenntaverðlauna Nóbels Abduhlrazak Gurnah og nýjustu skáldsögu hans Afterlives sem kom út árið 2020. Að lokum er rætt við Þórdísi Richardsdóttur um nýja ljóðabók hennar Eins og í kviksjá. Þetta er þriðja ljóðabók Þórdísar en fyrsta ljóðabók hennar Ljóð í lausaleik kom út árið 1976, 25 árum síðar svo bókin Úr bláu tjaldi og nú loks sú þriðja. Í þættinum heyrist Þórdís leika og syngja lag sitt og ljóð Hvar ertu félagi kona. Upptaka frá Kvennafrídeginum 24. október 1976. Umsjónarmaður þáttarins er Jórunn Sigurðardóttir