Orð um ljóðaþýðingar og rannsóknir bókmennta
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Nýlega varði Guðrún Steinþórsdóttir doktorsritgerð í íslenskum bókmennum. Ritgerðin nefnist „raunveruleiki hugans [er] ævintýri“. Þar eru valdar skáldsögur eftir Vigdísi Grímsdóttur teknar til nýrrar greiningar auk þess em viðtökur tveggja verkanna er rannsakaðar beint með eigindlegum rannsóknaraðferðum sem byggja á beinum viðtölum við þátttakendur. Í þættinum er rætt við Guðrúnu um riterð hennar og niðurstöðurnar. Þá er í þættinum fjallað um útgáfu þýddra ljóða, jafnvel heilla bóka eftir einn höfundd. Á síðasta ári komu út fimm bækur með þýddum ljóðum og þrjár þeirra komu út hjá bókaútgáfunni Dimmu. Í þættinum er rætt við Aðalstein Ásberg Sigurðsson eiganda og stjórnanda Dimmu og ljóðskáldið Sigurbjörgu Þrastardóttur sem þýðir eina bókin Þaðan sem við horfum eftir Simon Armitage. Einnig rætt við danska ljóðskáldið Piu Tafdrup en í lok sumars árið 2019 kom út hjá bókaútgáfunni Sæmundi Úrval ljóða hennar frá árum 1982-2012 í þýðingu Sigríðar helgu Sverrisdóttur.