Orð um ljóðabækur ársins 2022
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er rætt við ljóðskáldið og rithöfundinn Gerði Kristnýju um ljóðabókina Urtu, sem hún sendi frá sér árið 2022. Einnig ber eftirlætisskáld á góma sem og verkefnin framundan. Gerður les tvo hluta bókarinnar af fimm: Kona hugsar til manns síns og Kona segir frá vorkomu. Í síðari hluta þáttarins er svo rætt við ljóðskáldin Anton Helga Jónsson og Sunnu Dís Másdóttur um ljóðalífið í landinu á síðasta ári, ljóðabækur sem vöktu athygli þeirra fyrir yrkisefni og myndmál. Einnig rætt um umfjöllun um ljóð, ljóðaupplestur og fleira.