Orð um ljóðabækur
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er flett í allmörgum ný og nýlega útkomnum ljóðabókum m.a. Ellefta snert af yfirsýn eftir Ísak Harðarson, lesið brot úr einu ljóðanna;Að ljóði muntu verða eftir Steinunni Sigurðardóttur. Það heyrsist í Steinunni svara spurningu Soffíu Auðar Birgisdóttur bókmenntafræðings um það hvort þessi bók sé persónulegasta ljóðabók Steinunnar. Steinunn les ljóðið Kínversk tvenna. Einnig minnst á nýtt úrval ljóða Sigurðar Pálssonar og Inngvar E. Sigurðsson les ljóðið Húsið mitt sem er í bókinni. Þá er stuttlega sagt frá ljóðabókinni Sálumessa eftir Gerði Kristnýju og lesið brot úr bálknum. Í þættinum einnig rætt við Arngunni Árnadóttur klarinettuleikara og rithöfund um nýja ljóðabók hennar Ský til að gleyma og við Guðrúnu Hannesdóttur um nýja ljóðabók hennar Af þessum heimi. Báðar lesa þær nokkur ljóð úr bókum sínum.