Orð um ljóð um líf, baráttu í bókum og bækur í bókabúðum

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er hugað að degi bókarinnar á plágutímum. Farið er um miðbæinn og tekið hús á nokkrum bókabúðum. Litið við í Bókabúð Máls og menningar ot viðskiptavinur tekinn tali (Örn Svavarsson) einnig rætt við skáldið Brynjólf Þorsteinsson sem stóð vakt í búðinni. Í Bókabúð Pennans Eymundsson við Skólavörðustíg var rætt við Birgittu Björgu Guðmarsdóttur og í splunkunýrri bókabúð við Óðinsgötu 7, forlagsbúð bókaútgáfunnar Dimmu, var rætt við forleggjarann Aðalstein Ásberg Sigurðsson undir tónum Svavars Knúts sem skemmti gestum. Einnig var farið í bókabúð forlagsins á Fiskislóð þar sem rætt varð við Sesselíu Jónsdóttur um heimsendingarþjónustu á bókum og við þrjá viðskiptavini, hjónin Mörtu Ragnarsdóttur og Þorstein Eggertsson og Heimi. Þá er í þættinum rætt við Steinunni Ásmundsdóttir ljóðskáld sem á síðasta ári sendi frá sér ljóðabókina Í senn dropi og haf, Steinunn flytur nokkur ljóð úr bókinni og einnig splunkunýtt veiruljóð. Að lokum gagnrýnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir skáldsöguna Fjallaverksmiðjan eftir Kristínu Halgu Gunnarsdóttur.