Orð um ljóð Svikaskálda og norrænar bækur frá jaðrinum, einkum í norðr

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er farið í útgáfuhóf hjá Svikaskáldum sem í vikunnu sendu frá sér sína þriðju ljóðabók Ég sker netin mín. Í þættinum er rætt við þrjú skvikaskáldanna, þær Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur auk þess sem leikið er brot úr upptöku á ljóðalestri þeirra sem og hinna þriggja svikaskáldanna, sem eru Sunna Dís Másdóttir, Þórdís Helgadóttir og Fríða Ísberg. Þá er í þættinum sagt frá bókunum sem samíska málsvæðið tilnefnir til bæði til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Barna - og unglingabókmenntaverðlauna ráðsins. Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir segir frá barnabókinni Siellaspeajal, verndargripaspegillinn eftir Karen Anne Buljo og Jórunn Sigurðardóttir frá Dette er ikke den Jorda eftir Inge Ravne Eira. Þá segir Brynhildur líka frá TuttuarannguaQ (Hreindýrskálfurinn) efti Camille Sommer & Pernille Kreutzmann sem Grænlendinga tilnefna til barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Jórunn segir frá Där finns inga monstrer eftir Lieselott Willen sem Álendiingar tinefna til Norrænu verðlaunanna og ætluð er fullorðnum. Lesarar eru Eva Rún Þórgeirsdóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir