Orð um ljóð og myndlist og fjölbreytilegan sögulegan skáldskap

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er litið inn sýninguna Dauðabani vaktu yfir okkur sem jafnframt er ljóðabók eftir heiðurslistamann Sequencis myndlistarhátíðarinnar í Reykjavík árið 2019. Þá heyrist einnig eitt ljóð úr nýrri ljóðabók Fríðu Ísberg Leðurjakkaveður og örstutt brot úr nýrri skáldsögu Dags Hjartarsonar Við erum ekki morðingjar. Meira er að heyra úr útgáfuhófi þeirra Dags og Fríðu á heimasíðu þáttarins Orð um bækur frá og með mánudeginum 14/10 2019. Að lokum eru tilnefningar Finna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á dagskrá. Erla E. Völudóttir segir frá bókinni Tristania eftir finnska ljóðskáldið og rithöfundinn Maríönnu Kurtto og Jórunn segir frá skáldsögu Lars Sund Där musiken började. Hvort tveggja eru sögulegar skáldsögur en gerólíkar. Lesarar: Guðni Tómasson og Eva Rún Þorgeirsdóttir.