Orð um ljóð og ljóðabækur

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er þeyst á milli útgáfufögnuða nýrra ljóðabók enda staðfest að útgáf ljóðabóka árið 2019 hefur aukist um fimmtíu og eitt prósent frá fyrra ári. Litið er inn í útgfufögnuð í Mengi 6. nóvember sl. þar sem Una útgáfuhús fagnaði útgáfu ljóðabókanna Þetta er ekki bílastæði eftir Brynjólf Þorsteinss Okfrumunni eftir Brynju Hjálmsdóttur. Brynjólfur les ljóðin: Fiskiflugur í kirkju afa míns, Við getum ekki öll verið berdreymin, Skrúfurnar sem ég finn og Vögguvísa. Brynja les stök ljóð úr bálki sínum. Einnig litið farið í Kornhlöðuna í Árbæ þar sem Harpa Rún bauð til fögnuðar í tilefni útgáfu ljóðabókarinnar Eddu. Þar heyrist einnig í Jóni Magnúsi Arnarsyni sem les bréf til sín frá ljóðskáldinu og Harpa Rún les ljóðin: Bergmál, Edda, Sama stað, Silfurvatn, Fræ. Einnig stuttlega rætt við Hörpu Rún. Þá er farið í Gunnarshús þar sem Gerður Kristný fagnaði ljóðabókinni Heimskaut 9. nóvember og les ljóðin Frank Curly á Suðurpólnum, Völuspá, Dehli, Skáld, Nöfnur. Að lokum er rætt við Steinnnu Sigurðardóttur um nýja ljóðabók hennar Dimmumót og Steinunn les ljóðin Sjónarsviptir 1 og Dagdraumaleið.