Orð um ljóð og leika í þykjestunni og alvöru

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum eru að þessu sinni skoðaðar tilhneigingar í barnabókmenntum á Norðurlöndunum út frá tilnefningum til Barna - og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Erling Kjærbö tilkynnir um tilnefningar Íslendinga á tilnefningarsamkomu í Norræna húsinu 29. mars 2022. Þá er rætt við Önu Staniscevic ritstjóra ljóðabókarinnar Eplaástøðið endurskoðað / Udvidet kartoffelteori / Kartöflukenningin endurskoðuð og eitt skáldanna sem eiga ljóða í bókinni, Guðrúnu Brjánsdóttur. Bókin er gefin út af Norðuratlanshafsbryggjunni í Kaupmannahöfn og hefur að geyma afrakstur ljóðaverkefnis sjö skálda frá Danmörku, Færeyjum og Íslandi. Að lokum ræðir Magnús Guðmundsson við Anton Helga Jónsson um nýja ljóðabók Antons Helga, Þykjestuleikana.