Orð um ljóð og bækur um karlmenn í Helsinki og Kína til forna
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er rætt við ljóðskáldin Sunnu Dís Másdóttur og Jakub Stachowiak sem sendu nýverið frá sér hvort sína ljóðabókina sem birta með ólíkum hætti hvernig nýjar landfræðilega og tungumálalegar aðstæður verða jarðlegur ljóða. Þetta eru bækurnar Plómur eftir Sunnu Dís Másdóttur og Úti bíður skáldleg veröld eftir Jakub Stachowiak Þá er í þættinum haldið áfram að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og er nú komið að Finnlandi. Rætt er við finnska dagskrárgerðarmanninn Pietari Kylmäla sem stjórnar vikulegum bókmenntaþætti hjá finnska ríkisútvarpinu YLE um skáldsögurnar Röda rummet eða Rauða herbergið eftir Kaj Korkea-aho sem er skrifuð á sænsku og Eunukkii eða Geldingurinn eftir Kristinu Carlson sem er skrifuð á finnsku. Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir Lesar: Gunnar Hansson