Orð um ljóð og bestu skáldsöguna á ensku árið 2020

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er að þessu sinni boðið til ljóðafundar með fjórum ljóðskáldum. Þetta eru þau Dagur Hjartarson sem nýlega sendi frá sér fjórðu ljóðabók sína, Fjölskyldulíf á jörðinni, Einar Már Guðmundsson en þrjár fyrstu ljóðabækur hans sem komu út árið 1980 -1982 (Er einhver í kórónafötum hér inni, Sendisveinninn er einmana og Róbinsona Krúsó snýr aftur), einnig mæta á ljóðafund þær Sigrún Björnsdóttir en ný ljóðabók hennar og sú fjórða í röðinni heitir Loftskeyti, ljóðskáldið Sigurbjörg Þrastardóttir sendir hins vegar frá sér sagnasafn að þessu sinni, örsagnasafnið Mæður Geimfara. Undir lok þáttar segir svo Fríða Ísberg frá velþykkri skáldsögu sem fékk ManBooker verðlaunin í síðustu viku. Shuggie Bain heitir bókin og er frumraun hins skoska Douglas Stewart. Lesari í þættinum er Tómas Ævar Ólafsson