Orð um ljóð í núinu

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er rætt við tvær ungar skáldkonur sem nýverið hafa sent frá sér nýjar ljóðabækur. Sjöfn Hauksdóttir sendi í síðasta mánuði frá sér aðra ljóðabók sína Úthverfablús en fyrir tveimur árum hafði hún sent frá sér bókin Ceci n´est pas une ljóðabók. Sjöfn les nokkur ljóð úr báðum bókum og segir frá tilurð bókanna, skrifum og áhrifavöldum. Í þættinum er einnig rætt við Viktoríu Blöndal sem sendi 10. júlí frá sér ljóðabókina 1,5/10,5 sem er fyrsta bók Viktoríu. Í tilefni útgáfunnar var hóf í Gröndalshúsi og í þættinum má heyra brot úr upptöku þaðan auk þess sem rætt er við Viktoríu um ljóðagerð, fágun og bersögli í ljóðum ungra kvenna. Í byrjun þáttar er hins vegar litið inn í ljóðakaffi í Bókakaffinu á Selfossi þar sem sem verðlaunaskáld frá fyrra þari þau Brynjólfur Þorsteinsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir lásu óbirt ljóð og skáldnöfnurnar Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir lásu upp úr bókum sínum. Steinunn Arnbjörg úr Fugl/Bupl og Steinunn Sigurðardóttir úr Dimmumót auk þess sem Steinunn las óbirt ljóð sitt Femme fatale