Orð um ljóð í götu, tungur ljóða og finnskar barna - og ungmennabækur

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum mátti heyra samklipp frá vísglu Hafnartorgs í miðbæ Reykjavíkur þar sem einnig Vilborg Dagbjartsdóttir var heiðruð með afhjúpun fyrsta ljóðsins, sem er greipt í götu bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Við athöfnina héldu ávörp Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sunna Dís Másdóttir ljóðskáld sem las ljóðið Nú hausar að úr Laufin á trjánum.Ljóðskáldið Gerður Kristný las ljóðið Vetur og ljóðið Reykjavíkurstemning úr Dvergliljum frá árinu, Ráðið úr Laufin á trjánum og Vör úr Fiskar hafa enga rödd. Þá heyrðist Vilborg sjálf flytja ljóðið Blessaðir veri fingurnir smáu. Þá var leikin samantekt frá þýðingarkvöldi Óspressunnar og Reykjavíkur Bókmenntaborgar á Tjarnarbar í Tjarnarbíói 22/8 2019. Þar komu fram Anna Valdís Kró,Mantas Balakauskas frá Litháen, Ewa Marcinek frá Póllandi, Helen cova frá Kolumbí sem öll lásu úr eigin verkum, Luciano Duarte, Anton Helgi Jónsson, Fríða Ísberg og Meg Matish. Umræðustjórar vor Kristín Svava Tómasdóttir og maxine Savage. Lesin voru ljóð eftir Claes Anderson í íslenskri þýingu AHJ og portugalskri þýðingu LD. Anton Helgi las einnig þýingar sínar á tveimur ljóðum eftir Mantas Balakauskas. Fríða Ísberg las ljóð úr bók sinni Slitförin og Meg Matish þýðingar sínar á þeim yfir á ensku. Kristín Svava Tómasdóttir ræddi við Anton Helga og Mantas Balakauskas um þýðingar þess fyrrnefnda á ljóðum þess síðarnefnda og maxine Savage ræddi við Fríðu Ísberg og Meg Mathish um þýðingar á ljóðum þeirrar fyrrnefndu. Þá sagði Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir frá tilnefningum Finna til Barna og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Annars vegar er það Ruusum Matka eða Ferðalag Rósu eftir Mariku Maijala og hins vegarBreven från Maresi eða Bréfin frá Maresu efti4r Maríu Turtschaninoff. lesari var Eva Rún Þorgeirsdóttir.