Orð um ljóð, hátíð, fleiri ljóð, dónsk og skáldsögu um kapitalismann

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum heyrast fáein ljóð sem flutt voru á Freyðandi ljóðasíðdegi í Kringlusafni Borgarbókasafnsins 2. september. Vigdís Hafliðadóttir flytur ljóði Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Þá flytja Brynja Hjálmsdóttir upphaf enn óútkominnar ljóðabókar sinnar Kona lítur við, Dagur Hjartarson flytur ljóðið Leiðbeiningar á dögum úr ljóðabók sinni Fjölskyldulíf á jörðinni og Júlía Margrét Einarsdótir ljóð sem hún birti í ljóðabréfi Tunglsins forlags. Þá var í þættinum stiklað á milli nokkurra þeirra höfunda sem árið 2021 eru gesti Alþjóðlegrar bókmenntahátíðar í Reykjavík 2021 stendur yfir frá 8.til 12. september 2021. Í þeim stiklum heyrist í Þórarni Eldjárn - upptaka frá útgáfuhófi bókarinnar Til í að vera til og brot úr viðtali við Þórarinn í tengslum við tilefnið sem var 70 ára afmæli skáldiins.Þá er lesið brot úr skáldsögunni Dauðinn er barningur eftir Kahlid Kahlini í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Einnig heyrist í eftirfarandi rithöfundum og skáldum sem eru gestir bókmenntahátíða. Þetta eru María Elísabet Bragadóttir, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Gerður Kristný. Upptökur þessar teknar úr ýmsum þáttum: Orð um bækur, Víðsjá og Svona er þetta. Að auki er í þættinum sagt frá tilnefningum Dana til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Danir tilnefna annars vegar l skáldsöguna Scandinacvian Stsar. Del 1: Penge på lommen (Scandinavian Star, fyrsti hluti . Peningar í vasanum og ljóðabókina Mit smykkeskrin (Skartgripaskríði minn) eftir Ursulu Andkjær Olsen, sem Halla Þórlaug Óskarsdóttir fjallar um. Lesin eru brot úr báðum verkunum og sagt frá höfundunum. Lesara: Rúnar Freyr Gíslason og Þórhildur Ólafsdóttir. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.