Orð um ljóð á Íslandi og bestu bækurnar í Noregi árið 2017

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum Orð um bækur er litið inn á dagskrá Reykjavíkur Bókmenntaborgar í tilefni af opnun textasýningarinnar Lesum heiminn sem nú stenduryfir inni í og utan á Ráðhúsinu. Skáldin sem komu fram voru Ewa Marcinek, Meg Matich, Linda Vilhjálmsdóttir, Sofie Hermansen Eriksdatter og Mazen Maarouf. Einnig er í þættinum haldið áfram að kynna frábær bókmenntaverk frænda okkar á Norðurlöndunum en nú er aðeins tvær vikur þangið til Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt. Að þessu sinni eru tilnefningar Norðmanna á dagskrá. Skáldsagan Begynnelser eða Byrjanir er eftir einn vinsælasta og virtasta höfund Norðmanna nú um stunidr Carl Frode Tiller. Begynnelser er saga sögð af manni, sem liggur í dái eftir sjálfsmorðstilraun og rekur þaðan líf sitt aftur á bak. Hin bókin sem Norðmenn tilnefna er smásagnasafn Jeg har ennå ikke sett verden eða Ég hef enn ekki séð heiminn sem að sínu leyti fjallar líka um það hvernig ólíkindalegustu atvik hafa afgerandi áhrif á það hvernig við erum. Sjálfsmyndir og sjálfsstjórn í tveimur norskum skáldverkum í þættinum orð um bækur á laugardag. Lesarar með umsjónarmanni eru Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir.