Orð um ljóð á bókum og í stafrænum heimi
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er að þessu sinni rætt við ljóðskáldið Eyþór Gylfason sem nýverið sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók Hvítt suð. Einnig er skautað yfir sögu rafbókarinnar og spáð í framtíð hennar sem og þau áhrif sem þetta form eigi eftir að hafa á skáldsagna og ljóðagerð og er jafnvel þegar farið að gera. Undir lok þáttar spáir svo þáttastjórnandi í ljóðabókaútgáfu síðasta árs á Íslandi ásamt þeim Antoni Helga Jónssyni ljóðskáldi og Brynju Hjálmsdóttur ritlistarmeistara frá HÍ og bóksölukonu.