Orð um líklega handhafa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum í dag tekur Tómas Ævar Ólafsson saman efni um íslensku bækurnar sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna ráðsins eru að Íslands hálfu tilnefndar skáldsögurnar Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Bjarnadóttur og Grísafjörður; Ævintýri um vináttu og fjör eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs eru hins vegar tilnefndar skáldsögurnar Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason og Aðferður við að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Efnið að mestu tekið saman úr ýmsum þáttum þar sem fjallað var úm þessar bækur á sínum tíma: Víðsjá, Bók vikunnar, Orð um bækur og Krakkakiljan. Þá stjórnaði Jórunn umræðum þeirra, sem að umfjöllun um hinar tilnefndu bækur komu, en það varu þær Dagný Kristjánsdóttir (stúdíó), Marta Guðrún Jóhannesdóttir(í síma norðan að Drangsnesi) og Sunna Dís Másdóttir í bíl við Laugarnestenaga.i. Spáð var í spilin hvaða bækur þætti verðlaunalíklegastar og þótt Íslendingar og Finnar sigurstranglegastir. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í Skuespikhuset í Kaupmannahöfn, þriðjudaginn 2. nóveber sem og Kvikmyndaverðlaun, Tónlistarverðlaun og Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir