Orð um líf sem mótar manneskju og manneskjan lifir þá mótun af
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinumer minnt á að daginn eftir að hann er frumfluttur 7. mars rennur upp 8. mars og þar með alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Að því tilefni mátti heyra Lindu Vilhjálmsdóttur flyta ljóð sitt Frelsi og Björk Þorgrímsdóttir ljóð án titils en þær komu ásamt fleiri ljóðskáldum fram á ljóða- og tónlistarkvöldi Menningar - og fræðslusambands íslenskra kvenna þennan dag. Þá var í þættinum rætt við Jón Hall Stefánsson en nýlega kom út skáldsagn Valdimarsdagur eftir Kim Leine í þýðingu Jóns Halls. Að lokum var rætt við Rannveigu Einarsdóttur sem nýlega sendi frá sér ljósmyndabókin Provisonal Life (Líf til bráðabirgða) sem er afrakstur af ljósmyndatökum á flóttamannaheimili í Berlín á þriggja ára tímabili.