Orð um líf og verk Jóhanns Sigurjónssonar

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Leik - og ljóðskáldið Jóhann Sigurjónsson lést þann 31. ágúst árið 1919, því er í dag hundraðasta ártíð hans. Að því tilefni er þátturinn Orð um bækur helgaður lífi og verki Jóhanns. Í þættinum heyrast þekktar raddir Arnars Jónssonar, Helga Skúlasonar, Helgu Bachman og Þórhalls Sigurðssonar fara með ljóð Jóhanns og lesa úr bréfum hans og öðrum skrifum. Efnið er fengið úr þáttum Þórhalls Sigurðssonar „Væri ég einn af þessum fáu“ frá árinu 1989. Ljóðin sem lesin eru Fjólan og hrossataðshrúgan (AJ), Vorið (H.B), Ódysseifur hinn nýi. Þá les Atli Sigþórsson ljóðið Sorg og Jón Kalman Stefánsson ljóðið Sonetta. Einnig er leikið stutt bort úr uppfærslu útvarpsleikhússsins á Galdra-Lofti frá árinu 1947, Lárus Pálsson í hlutverki Lofts. Leikstjóri Haraldur Björnsson. Í þættinum er rætt við Mörtu Nordal leikstjóra um það hvað laðaði hana að leikriti Jóhanns Fjalla-Eyvindi en Marta setti eigin leikgerð þess á svið árið 2011 með leikhópnum Aldrei óstelandi auk þess sem verkið var hljóðritað fyrir útvarp. Einnig rætt við Pálínu Jónsdóttur leikstjóra sem undirbýr sviðsetningu eigin leikgerðar á Galdra-Lofti Jóhanns og við Jón Kalman Stefánsson um ljóð Jóhanns. Við gerð þáttarins var í mörgu stuðst við bókina Kaktusblómið og nóttin eftir Jón Viðar Jónsson og einnig vitnað í bókina Heimsókn minninganna eftir Ib Sigurjónsson. Lesarar: Leifur Hauksson og Brynhildur Björnsdóttir