Orð um klassískar barnabókmenntir, glæpi í samtíma Reykjavíkur

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er sagt frá tilnefningum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem tilkynnt voru samtímis á öllum Norðurlöndunum, fimmtudaginn 20. febrúar. Rætt er við Fríðu Ísberg sem tilnefnd var fyrir smásagnasafnið Kláði en ásamt Fríðu var Bergsveinn Birgisson tilnefndur fyrir skáldsöguna Lifandilífslækur. Einnig rætt við Sunnu Dís Másdóttur formann íslensku valnefndarinnar. Þá er í þættinum rætt við Ingva Þór Kormáksson sem nýlega sendi frá sér glæpasöguna Stigið á strik hjá bókaútgáfunni Sæmundur. Að lokum er hugað að því að hundrað ár eru síðan hinn vinsæli norski barnabókahöfundur Anne-Cath Vestly fæddist. Rifjað er upp viðtal sem Ingibjörg Hjartardóttir, þá kennari í norsku við Háskóla Íslands tók ásamt tveimur nemenda sinna, Jónu Pálsdóttur og Garðari Gíslasyni við Anne Cath og útvarpað var í menningarþættinum Sinnu árið 1988 og rætt við Maríönnu Clöru Lúthersdóttur um höfundarverk og áhrif Vestly.