Orð um íslenskar bækur fyrir útlendinga og útlenskar fyrir Íslendinga

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er leikin upptaka frá útgáfufögnuði Unu útgáfuhúss í tilefni útgáfu örsagnasafnsins Dagatal eftir Karítas Hrundar Pálsdóttur. Hún les tvær sögur úr bók sinni og segir frá hugmyndinni um íslenskt skáldverk á einföldu máli. Þá er í þættinum rætt við Rut Ingólfsdóttur um þýðingastörf hennar einkum um nýútkomna þýðingu bókarinnar Le Place, Staðurinn eftir Annie Ernaux sem nýlega kom út hjá Uglu útgáfu. Einnig ræðir Magnús Guðmundsson við Elísu Björgu Þörsteinsdóttur um japönsku skáldsöguna Kjörbúðarkonan eftir Sayaka Marata í þýðingu hennar sem Angústúra sendi frá sérfyrir stuttu. Elísa les brot út bókinni. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir