Orð um íslenskar bækur á útlensku og útlenskar bækur á íslensku

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er litið inn á viðburð sem Tunglið forlag hélt í Mengi við Óðinsgötu 19. maí 2023 og nefndis Þýsk/íslensk ljóðbrú. Í þættinum heyrist brot úr tvímála flutningi Ragnasr Helga Ólafssonar og Wolfgangs Schiffer á Alfareiðinni eftir Goethe þar sem Wolfgang mælti frumtextann en Ragnar Helgi þýðingu Jónasar Hallgrímssonar. Einnig heyrðist þýsk/tyrkneska skáldið Dincer Gütcieter flytja ljóð sitt Ein Brief an Papa og Dagur Hjartarson flytja þýingu Gauta Kristmannssonar á ljóðinu. Þá er í þættinum rætt við Dincer Gücyeter um skáldsögu hans Unser Deutschlandmärchen - Þýskalandsævintýrið okkar sem hlaut í lok apríl verðlaun bókakaupstefnunnar í Leipzig í flokki fagurbókmennta. Einnig rætt við Dincer um útgáfuforlags hans Elif á íslenskri ljóðlist en hjá Elif hafa komið út tvímálaútgáfu þýðingar á um það bil einum tugi lljóðabóka eftir íslensk samtímaskáld. Þýðendur eru Jón Þór Gíslason og Wolfgang Schiffer og í þættinum er einnig rætt stuttlega við Wolfgang. Þá heyrist Wolfgang flytja upphaf ljóðs síns Damals als ich mich schämte og Sigrún Valbergsdóttir sömuleiðis upphafið á þýðingu sinni á ljóðinu. í síðari hluta þáttarins er svo rætt við natöshu S annan af tveimur ritstjórum ritgerðarsafnins Skáldreka sem nýlega kom út hjá Unu útgáfu. Einnig rætt við Margréti Tryggvadóttur fomann rithöfundasambands Íslands um afstöðu sambandsins til nýrra íslenskra höfunda sem eru af erlendum uppruna, skrifa ekki á íslensku en eru íslenskir rithöfundar. Lesari: Gunnar Hansson.