Orð um íhugul ljóð, harmglettnar smásögur og Látrabjörgu
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum verður sagt frá endurútgáfu bókar Helga Jónssonar um Látrabjörgu sem kom út árið 1949 og það heyrast brot úr upptöku sem gerð var í rafrænum útgáfuföguði bókarinnar. Þar kvað Ragnheiður Ólafsdóttir tvær af vísum Bjargar og Aðalsteinn Eyþjórsson fór með galdur. Einnig heyrðist í ritstjóra endurútgáfunnar Hermanni Stefánssyni og nokkrir tónar frá strengjakvartett Reykjavík Barokk hópsins sem lék largoþátt strengjakvartetts í a moll, op. 3 nr 3 eftir 18. aldar tónskáldið Magdalenu Lombardini Sirmen. Þáheyrast stutt viðtöl við Hermann, Heimi Frey Hlöðversson og Ólöfu Sigursveinsdóttur. Þá er í þættinum rætt við Mariu Ramos um nýja ljóðabók hennar Havana og við Kristján Hrafn Guðmundsson um nýtt smásagnasafn hans Þrír skilnaðir og jarðarför.