Orð um hús og sögurnar sem þau segja og tengja
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er hugað að allmörgum bókum sem komu út á síðasta ári sem fjalla um einstök hús. Sérstaklega er sjónum beint að bókunum Farsótt Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Jarðsetningu eftir Önnu Maríu Bogadóttur sem hverfist um Iðnaðarbanka húsið í Lækjargötu byggt 1962 - jafnað við jörð 2017. Í þættinum er ræða þær saman og við stjórnanda þáttarins um bækur sínar, kveikjuna að þeim, sögurnar sem húsin geyma, bæði þær persónulegu og þær sem upplýsa um hugmyndafræðileg tengsl og uppbyggingu kerfa samfélagsins almennt með öll sín áhrif á líf okkar og leiki.. Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir