Orð um hljóðbók, afmælisbók og grænlenska bók
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum var velt vöngum yfir grein sænska rithöfundarins Jonasar Gardell í sænska blaðið Expressen og var deilt á samfélagsmiðlum á íslandi en greinin fjallaði um uppgang hljóðbókarinnar og möguleg áhrif. Var í þættinum rætt við Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóra Storytel á Íslandi um nýjustu áform þessarar stóru streymisveitu hljóðbóka. Einnig slegið á þráðinn til tithöfundanna Auðar Jónsdóttur og Hallgríms Helgasonar og þau spurð út í hljóðbókavæðinguna. Þá mátti heyra í þættinum brot úr upptöku sem gerð var í bókabúð Pennans Eymundsson þegar Þórarinn Eldjárn fagnaði þar 70 afmæli sínu og las upp úr nýrri ljóðabók Til í að vera til, líka var rætt við afmælisbarnið. Að lokum var gluggað í tilnefningu Grænlendingain til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en þeir tilnefna bókina Hvítir Hlaupaskór eftir Pivinnguaq Mörch sem inniheldur bæði ljóð og smásögur. Lesin brot úr tveimur sögum, titilsögunni og sögunni Mýflugan. Lesarar Eva Rún Þorgeirsdóttir og Leifur Hauksson.