Orð um hetjur á ólíkum tímum og um bestu bækurnar á ensku árið 2020

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Þar sem frumflutningur þáttarins ber upp á 16. nóvember 2020 hefst þátturinn á ljóði eftir afmælisbarn dagsins, Jónas Hallgrímsson. Sigurður Skúlason leikari les ljóðið Einbúinn. Upptaka úr safni frá árinu 2016. Þá er í þættinum rætt við Kristínu Svövu Tómasdóttur um nýja ljóðabók hennar Hetjusögur og les Kristín nokkur ljóð úr bókinni. Einnig er rætt við Yrsu Þöll Gylfadóttur um nýútkomna skáldsögu hennar Strendingar; Fjölskyldulíf í 7 töktum og Yrsa les 2 brot úr texta bókarinnar. Að lokum flytur Fríða Ísberg annan pistil sinn af þremur um Man Booker verðlaunin árið 2020.