Orð um heimsfrægt amrískt ljóð og höfund þess sem og um heila íslensk

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er skoðað ljóðið The Hill we Climb eftir Amöndu Gorman sem hún flutti við innsetningarathöfn Joe Bidens sem forseta Bandaríkjanna 20. janúar 2021. Rýnt er í innihald ljóðsins og form með Sveini Yngva Egilssyni prófessor í íslensku.Einnig skoðaður ferill hins 22ja ára gamla ljóðskálds og viðbrögð heimsins við ljóðinu. Amanda Gorman heldur mikið upp á hiphop söngleikjaskáldið Lin Manuel Miranda og í þættinum heyrist brot úr söngleik hans Hamilton. Einnig heyrast brot úr viðtölum og ljóðaupplestir Amöndu sjálfarar. Þá er í þættinum rætt við Ólöfu Rún Benediktsdóttur um ljóðaslamm sem og við Sverrir Norland um ljóðasenuna í New York á þeim tíma sem hann bjó þar fyrir fimm árum. Fastur liður þáttarins þessar vikurnar er svo ljóðabókin og er að þessu sinni flett í gegnum ljóðabókina Les birki eftir Karí Ósk Grétudóttur. Rætt er við Karí Ósk sem nú býr í Noregi. Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir