Orð um hátíð, vígslu og verðlaun, um ljóð og útsýni af Móskarðshnúkum

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er skautað yfir hátíðir, vígslu og verðlaunaafhendingu sem allt átti sér stað í síðustu viku í Bókmenntaborg UNESCO Reykjavík. Í þessari yfirferð heyrist í Ragnheiði Gestsdóttur, Ástu Kristínu Benediktsdóttur, Guðrúnu Norðdal, Ástu Svavarsdóttur og Einari Fal Ingólfssyni. Þá er í þættinum rætt við Ásdísi Magnúsdóttur sem árið 2019 sendi frá sér ljóðabókina Umskrifuð atriði og árið 2022 ljóðabókina Fangabrögð. Ásdís segir frá og les nokkur ljóð úr báðum þessum bókumÞættinum lýkur svo á fyrsta pistli Kára Tuliníus af fjórum þar sem hann skimar ofan af Móskarðshnúkum yfir bókmenntaborgina Reykjavík en svífur líka ofan og gaumgæfir einstök atriði. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir