Orð um hamingjuna, kraftaskáldskap og rautt skáldahús

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum rifjaðar upp samkomur tvennra tíma. Annars vegar rifjuð upp útgáfuhátíð í tilefni endurútgáfu ævisögu Látra-Bjargar í nóvember síðastliðnum þar sem var kveðið, leikið á hljóðfæri og framkvæmdur galdur þrátt fyrir að enginn mætti mæta nema flytjendurnir. Í þættinum heyrist Ragnheiður Ólafsdóttir kveða tvær vísur Látra-Bjargar, Aðalsteinn Eyþórsson fremja galdur og barokkkvartett strengjasveitarinnar Reykjavík Barokk lék Largokaflann úr strengjakvartett Magdalenu Lombardini Siermen sem var samtímakona Bjargar suður á Ítalíu. Þá heyrum við upptöku sem gerð var þann 29. mars árið 2018. Þá var öldin önnur og hægt að halda fjölmenna búrlesk ljóðahátíð í Iðnó í Reykjavík. Í upptökunni heyrist í Gunnari Helgasyni, ljóðskáldunum Jóni Erni Loðmfjörð, Úlfi Fenri Lóusyni, söng - og blaðakonunni Brynhildi Björnsdóttur og Nönnu Gunnarsdóttur eiganda viðburðafyrirtækisins Huldufugl. Eftirfarandii lásu upp ljóð: Úlfur Fenrir Lóuson; Sjón sem las úr Dagbók eldgleypinsins úr bókinni Reiðhjól blinda mannsins frá 198 og ljóðin Sjálfsmynd ; Um gullgerðarmanninn úr sömu bók. Nanna Gunnarsdóttir sagði auk þess frá fyrirbærinu Rauða skáldahúsið. Þá flutti Ragnheiður Erla ljóðið Komdu og ljóðið Stefnumót. Friðrik Pedersen flutti ljóð sitt Myrkrabragur. Að lokum var í þættinum rætt við Sigurlaugu Diddu Jónsdóttur ljóðskáld með meiru og hún flutti nokkrar hendingar úr nýrri bók sinni Hamingjan. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir