Orð um glæstan feril og almennan bóklestur

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Steinunn Sigurðardóttir fagnar því að á þessu ári eru liðin fimmtíu ár frá því að hún sendi frá sér sina fyrstu bók, ljóðabókina Sífellur, sem sannarlega var upphaf glæsts ferils. Rætt er við Steinunni í þættinum um upphafið, um tilveru rithöfundarins, skáldun persóna og annarra aðstæðna í skáldsögum og ljóðin sem stöðugt leita á hana. Steinunn les í þættinum ljóðið „Vandræða“ úr ljóðabókinni Að ljóði munt þú verða og og fyrstu tvo hluta ljóðabálksins „Árstíðasöngl“ úr Kúaskítur og norðurljós. Í síðari hluta þáttarins er svo rætt við Helgu Birgisdóttur íslenskukennara í Tækniskóla Íslands, sem hefur brennandi áhuga á bóklestri unglinga og á íslenskri tungu.