Orð um glæpasögur

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Jón Atla Jónasson sem á síðasta ári sendi frá sér tvær glæpasögur. Annars vegar hljóðbókina Andnauð og hins vegar prentaða bók sem ber titilinn Brotin. Jón Atli segir frá aðdraganda þess að hann fór að skrifa glæpasögur sem og frá hvorri bók fyrir sig. Jón Atli sendi frá sér sína fyrstu bók, smásagnasafnið Brotinn taktur, árið 2001. Síðan hefur Jón Atli sent frá sér fleiri bækur en einnig skrifað fjölda verka fyrir leikhús, bæði svið og útvarp, sem og sjónvarp og hvíta tjaldið. Í síðari hluta þáttarins er rætt við Ævar Örn Jóepsson foringja Hins íslenska glæpafélags um glæpasögur síðasta árs og fleira. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Þórhildur Ólafsdóttir