Orð um glæpasögur, bók sem verður bíó og öll saman nú
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er leikin upptaka frá afhendingu Blóðdropans, verðlaunum Hins íslenska glæpafélags 23. mars 2022. Foringi félagsins Ævar Örn Jósepsson ávarpar gesti, Helga Birgisdóttir formaður dómnefndar lýsir yfir nýjum handhafa Blóðdropans, sem er Ragnheiður Gestsdóttir. Magnús Guðmundsson ræðir við Ragnheiði um verðlaunabókina Farangur. Þá ræðir Jórunn við Auði Jónsdóttur og Tinnu Hrafnsdóttur um skáldsögu Auðar, Stóri skjálfti frá árinu 2015 og um kvikmynd Tinnu, Skjálfti, sem frumsýnd verður 31. mars 2022. Að lokum flytur Vera Knútsdóttir pistil um inngildingu, nýtt hugtak í bókmenntunum, eiinkum barnabókmenntum. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Þórhildur Ólafsdóttir