Orð um gamalt og nýtt og virt en þó fyrst og fremst ferskt

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er litið yfir tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 sem upplýst var um fimmtudaginn 21. febrúar. Rætt er stuttlega við annan íslenska höfundinn sem tilnefndur er, Kristínu Eiríksdóttur sem tilnefnd er fyrir skáldsögu sína Elín Ýmislegt auk þess sem Kristín Ómarsdóttir er tilnefnd fyrir ljóðabók sína Kóngulær í sýningarglugga. Einnig rætt við Sofie Hermansen Eriksdatter skrifstofustjóra verðlaunanna í Norræna húsinu. Þá er í þættinum rætt við Þorvald Sigurbjörn Helgason sem í vikunni sendi frá sér ljóðabókina Gangverk. Tímarit Máls og menningar hefur nú komið út í 80 ár að því tilefni rætt við nýja ritstjóra tímaritsins Elínu Eddu Pálsdóttur og Sigþrúði Silju - og Gunnarsdóttur.