Orð um galdrabrennur, bókabrennur og hjarta í björtu báli
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum koma að þessu sinni þrjár bækur við sögu. Ein söguleg skáldsaga, skrifuð á finnsku og þýdd á íslensku um atburði sem gerðust fyrir margt löngu norður á Ströndum. Finninn Tapio Koivukari kynnti fyrir nokkru í Bókabúð Máls og menningar skáldsögu sína Galdra-Möngu sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar. Þá er í þættinum rætt við Ragnar Helga Ólafsson sem nýlega sendi frá sér bókina Bókasafn föður míns, sem er bók um missi og söknuð, um umbreytingar og hverfulleika sem einkennir líf manneskjunnar öðru fremur. Einnig er rætt við Kamillu Einarsdóttur sem hefur sent frá sér sína fyrstu bók, stutta skáldsögu sem er sprottin beint út úr samtímanum í Kópavogi og heitir enda Kópavogskrónika.