Orð um furðuskepnur og uppvakninga, björgun katta og sköpun eigin skin
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er að þessu sinni rætt við tvo ólíka höfunda um splunkunýjar bækur þeirra. Þetta eru annars vegar Hildur Knútsdóttir sem nýlega sendi frá sér nóvelluna Urðarhvarf. Rætt er við Hildi og hún les stutt brot úr bókinni. Einnig er rætt við Elías Knörr sem nýlega sendi frá sér ljóðabókina Áður en ég breytist. Í þættinum heyrast brot úr upptöku á flutningi Elíasar á hlutum úr bókinni í Gröndalshúsi sunnudaginn 5. mars 2023. Umsjón: jórunn Sigurðardóttir