Orð um fornar sögur og nýrri

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er rætt Ásdísi Ingólfsdóttur um skáldsögu hennar Haust 82 sem kom út á síðasta ári. Einnig er rætt við Aðalheiði Guðmundsdóttur prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við háskóla íslands um tvö fyrri bindi ritraðar sem bera titilinn Arfur aldanna I; Handan Hindarfjalls og Arfur aldanna II; Norðurvegur þar sem Aðalheiður birtir niðurstöður víðfeðmra rannsókna sinna á uppruna, útbreiðslu og umbreytingum þess efniviðar sem svokallaðar Fornaldarsögur Norðurlanda byggja á. Þessar sögur hafa ferðast um hinn vestræna heim og tekið á síg ýmsar myndir á þessu ferðalagi. Í fyrri bindinu er útbreiðslu sagnanna og umbreytingum gerð skil, annars vegar í hinum germanska heimi og hins vegar hinum skandinavíska. Aðalheiður segir og lítillega frá sínum hlut í nýrri bókmenntasögu sem er nýkomin út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Umsjónarmenn: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson