Orð um flóttamenn og nýtt forlag á Hvammstanga

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er rætt við Birtu Þórhallsdóttur eiganda bókaútgáfunnar Skriðu á Hvammstanga og höfund bókarinnar Einsamræða sem Skriða sendi nýlega frá sér. Einnig rætt við Sigurbjörgu Friðriksdóttur sem á sama tíma sendi frá sér ljóðabókina Vínbláar varir. Þá er í þættinum sagt frá tyrknesku skáldsögunni Meira eftir hakan Günday en bókin kom nýlega út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Sagt er frá höfundinum og bókinni og lesið úr henni og rætt við þýðandann. Lesari er Gunnar Hansson