Orð um fjölskyldu bókanna og ljóð í fjölskyldum

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum má heyra stuðið á bókamessu Félags íslenskra bókaútgefenda og ljóðaspjall við skáldmæðgin. Á bókamessu heyrist í útgefendunum Maríu Rán Guðjónsdóttur hjá Angústúru og Einari Kára Jóhannssyni hjá Unu útgáfu og Sögufélaginu. Einnig heyrist í Rán Flygenring sem nýlega sendi frá sér sér sögu í teikningum og orðum um Eldgos. Í síðari hluta þáttarins er svo sest niður með ljóðskáldunum Þorvaldi Sigurbirni Helgasyni og Rangheiði Lárusdóttur sem nýlega sendu frá sér hvort sína ljóðabókina. Ragnheiður ljóðabókina Kona/Skepna og Þorvaldur Sigurbjörn ljóðabókina Manndómur og er þetta þriðja ljóðabók hvors þeirra Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir