Orð um fjölmenningu í bókmenntum og bækur fyrir börn

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Fríðu Björk Ingvarsdóttur um fjölmenningu í bókmenntum og listum en sú umræða spratt ekki síst að hugleiðingum tveggja skáldkvenna þeirra Arundhati Roy og Olgu Tokarczuk um hættur sem geta verið fólgnar í lokun landamæra og annarri aðgreiningu þótt slíkt veiti vörn gegn veiru. Þá er í þættinum rætt við Sverri Norland um tvær barnabækur sem eru nýkomnar út hjá forlagi hans am forlagi. Þetta eru Þar sem Óhemjurnar eru eftir Maurice Sendak og Í morgunsárið eftir Junko Nakamura. Í upphafi er Maj Sjövall minnst, annars helmings rithöfundartvíeykisins Sjövall og Wahlöö, sem lést 20. apríl síðastliðinn. Rætt er við Ævar Örn Jósepsson um framlag Sjövall og lífsförunautar hennar sem lést árið 1975 til glæpabókmennta dagsins í dag. Lesari í þættinum: Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.