Orð um erlendar bækur og einnig 2 íslenskar
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er kíkt á listann yfir bækurnar sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Það heyrist í Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Silju Björk Huldudóttur segja frá íslensku tilnefnigunum sem eru Ljósgildran eftir Guðna Elísson og Laus blöð eftir Ragnar Helga Jónsson einnig lítillega sagt frá sumum verkanna sem hinar Norðurlandaþjóðirnar tilnefna. Þá er í þættinum rætt við Fríðu Ísberg rithöfund og skáld um breska rithöfundinn Rachel Cusk en síðastliðið haust kom nýjasta skáldsaga Cusk út í íslenskri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur aðeins ári eftir að bókin kom út í Bretlandi. Hitt húsið er fyrsta bók Cusk sem þýdd er yfir á íslensku. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðard´ttir