Orð um endurminningar, ljóðbréf og stöðu ungra höfunda í Þýskaland
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er rætt við Öldu Sigmundsdóttur sem nýlega sendi frá sér endurminningabókina Daughter, sem fjallar um baráttu Öldu við að losna úr viðjum narssisísks ofbeldis æsku sinnar. Bókin er skrifuð á ensku, útgefandi Enska textasmiðjan en einnig kemur bókarisinn Amazon við sögu í prentun og dreifingu bókarinnar. Einnig rætt um það við Öldu. Líka rætt um útgáfumál og stöðu ungra höfunda annars vegar í Þýskalandi við rithöfundinn Matthias Jügler og hins vegar við norsku rithöfundana Rune F. Hjemås og Mathias R. Samuelsson. Þá er einnig rætt við þá Rune og Mathias um fyrirhugað samstarf forlags þeira Beijing í Þrándheimi við Tunglið í Reykjavík um gagnkvæma sendingu Ljóðbréfa á milli landanna. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir