Orð um eftirmyndasögur, sögur Rómafólks og Röntgensól
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum má heyra Ingólf Eiríksson lesa upp úr nýrr bók sinni Klón, ljóðabók sem er eftirmyndasaga. Rætt er við Ingólf og Elínu Eddu Þorsteinsdóttur um texta og myndir bókarinnar. Eiríkur les 2 kafla úr bókinni Salvador og Alþýðuskýringar. Þá er rætt við Ásdísi Rósu Magnúsdóttur og Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur sem ásamt Sofiyu Zahova ritstýrðu nýrri bók í einmálaritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Bókin heitir Sunnudagsmatur og fleiri sögur Rómafólks. Einnig heyrist brot úr viðtali við Sofiyu Zahovu frá árinu 2014. Að lokum er rætt við Kristian Guttesen um ljóðabók hans Röntgensól sem kom út á síðasta ári og almennt um ljóðlist hans og útgáfu ljóða. Kristian Guttesen les þýðingu sína í ljóðinu Odysseifur eftir Giuseppi Napolitano og 2 ljóð eftir sjálfan sig „Röntgensól“ og „eins og hálfur draumur“. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir