Orð um efnivið skáldskapar, umhverfið og orðin, staði og tungumál

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er rætt við Rúnar Helga Vignisson prófessor við íslensku - og menningardeild Háskóla Íslands og umsjónarman námsleiðar í ritlist við Hí um stöðu íslenskunnar í skáldskap. Rúnar Helgi birti nýlega grein í bókinni The Place and the Writer þar sem 17 höfundar frá um það bil jafnmörgum þjóðlöndum skrifa um ritlist sem kennslugrein. Rúnar Helgi kallar grein sína Teaching Creative Writing in a Threatened Language eða að kenna skapandi skrif á tungumáli í hættu. Þá er í þættinum blaðað í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar en þar er að finna bæði skáldskap og greinar eftir íslenska höfunda sem eiga sér annað móðurmál en íslensku. Lesið er brot úr hugvekju Evu Marcnik og úr grein kúrdísk/sænska rithöfundarins Memed Uzun „Harmur aðskilnaðarins“ um það að endurfæðast sem rithöfundur á nýju tungumáli. Einnig heyrist eitt erendi úr ljóði Bergsveins Birgissonar sem hann flutti þegar lagður var hornsteinn að húsi íslenskra fræða. Lesarar: Katrín Ásmundsdóttir og Leifur Hauksson Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir