Orð um draumasafnara, flugfreyjudrauma og lífsins ferðalag

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er leikin upptaka frá fyrsta útgáfuhófinu í rauheimum í langan tíma, þar sem Margrét Lóa Jónsdóttir fagnaði útgáfu nýrrar ljóðabókar Draumasafnarar. Margrét Lóa sagði frá bókinni og las allmörg ljóð, m.a. Fréttatími - mótmæli og beinaflutningur; Íbúðin okkar í Vista-Alegre-götu úr fyrsta hluta bókarinnar sem heitir Allt sem lifir deyr sem og úr báðum hinum hlutulm bókarinnarVegurinn framundan og Draumasafnarar. Þá var í þættinum rætt við Sigríði Larsen á Akureyri sem í júní á síðasta ári sendi í Danmörku frá sér sína fyrstu skáldsögu, Crash Kalinka, sem er skrifuð á dönsku. Crash Kalinka er afar sérstök skáldsaga sem fjallar um samtím okkar og sögu allt frá örófi og fram á blómatíma lággjaldaflugfélaga en aðalpersónan er flugfreyja hjá einu slíku. Ættar - og samtímsaga sem gerist jafnt á Íslandi og í Danmörku. Að lokum er fyrsta ljóðabók Þórhildar Ólafsdóttur skoðuð en ljóðabókin Brot úr spegilflísum kom út hjá bókaútgáfunni Skriðu árið 2020. Rætt var við Þórhildi í gegnum síma og hún las ljóðin Óskastund í Antalya; Mállausa sorgin. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir