Orð um börn og bækur

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í tilefni af degi barnabókarinnar sem haldinn var hátíðlegur á afmæli H.C. Andersens þann 2. apríl er í þættinum er hugað að bóklestri barna og aðgengi þeirra að bókum. Rætt er við Dröfn Vilhjálmsdótturbókasafnsfræðing á skólabókasafni Seljaskóla sem og Lúkas Myrkva Gunnarsson, Sölva Þór Jörundsson Blöndal, Rakel Emmu Róbertsdóttur og Eygló Kristinsdóttur lestrarhesta í sama skóla. Einnig er rætt við Ævar Þór Benediktsson rithöfund og höfund og útfæranda lestrarátaks Ævars vísindamanns sem nýlega lauk í fimmta og síðasta sinn. Þá er í þættinum sagt stuttlega frá því að á degi barnabókarinnar var tilkynnt í Norræna húsinu hvaða bækur eru tilnefndar til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Rætt við Erling Kjærbo forstöðumann bókasafns Norræna hússins og við Ragnheiði Eyjólfsdóttur höfund bókarinnar Rotturnar sem er önnu af tveimur bókum sem Íslendingar tilnefna en hin er Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn.