Orð um bóksölu, Hundagerðið og ljóð á nýársdag

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum heyrist upphaf nýársgjörnings Reykjavíkur Bókmenntaborgar Unesco í Gröndalshús sem kallaður hefur verið Nýársljóð. 1. janúar 2021 lásu fjöldi skálda upp ljóð í stofu Benedikts Gröndals frá sólarupprás til sólarlags og var atburðinum streymt á facebooksíðu bókmenntaborgar. Í þættinum heyrðist fyrsta ljóðskáld dagskrárinnar, Kristin Ómarsdóttir flytja ljóð eftir sig í minningu halldoru Thoroddsen sem lést á nýliðnu ári sem og ljóðið Nýársdágur. Þá var í þættinum hlaupið á sölutölum bóka á síðusta ári en talsverð aukning varð á sölu bóka bæði hér heima og í útlöndum. Í framhaldi af því var rætt við Áslaugu Óttarsdóttur bókavörð um hennar eftirlætisbækur frá síðasta ári. Þættinum lauk svo á viðtali við Erlu E. Völudóttur en nýlega kom út þýðing hennar á nýjustu skáldsögu finnska rithöfundarins sofi Oksanen og heitir bókin Hundagerðið. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir